Laust starf: Heimaþjónusta í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

 

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.

Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um.

Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10–12.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heima.tjonusta@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2020

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei