Heimsóknarbanni á Silfurtún verður aflétt 4.maí n.k. samkvæmt leiðbeiningum frá embætti landlæknis. Á sama tíma taka gildi reglur um heimsóknir aðstandenda til íbúa. Aðeins má einn gestur koma í einu til hvers íbúa. Athugið að takmarka gæti þurft fjölda heimsókna í hverri viku í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum. Þá er einnig ekki gert ráð …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Síðan eru greiddar 6.500 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin …
Trjágróður við lóðamörk
Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðamarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta þess að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að klippa …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2020
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2003 – 2007. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir. Umsóknareyðublöð eru hérna á heimasíðu Dalabyggðar, einnig nýjar reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k.
Refa- og minkaveiðar 2020
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2020. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og …
Sjálfboðaliðaverkefni 2020
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 18. maí n.k. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …
Útivistartími barna
Útivistartími samkvæmt Barnaverndarlögum (nr.80/2002) er eftirfarandi: Útivistartími yfir vetrartímann (2.september til 30.april) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 20:00. Börn 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistartími yfir sumartímann (1.maí til 1.september) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 22:00 Börn 13 til 16 ára mega vera úti til …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 191.fundur
FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 28. apríl 2020 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2004011 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki III 2. 2003031 – Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 Fundargerðir til staðfestingar 3. 2003004F – Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 32 4. 2003008F – Byggðarráð Dalabyggðar – 243 5. 2004002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 244 …
Rafrænir reikningar frá Dalabyggð
Nú hefur Dalabyggð fært útsenda reikninga yfir á rafrænt form. Fyrirtæki og atvinnurekendur sem eru í viðskiptum við sveitarfélagið þurfa að hafa samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur, aðalbókara Dalabyggðar á netfangið ingibjorgjo@dalir.is, til að hægt sé að skrá þau í kerfið og fá tilkynningar um bókaða reikninga á rafrænu formi. – Skrifstofa Dalabyggðar
Höldum áfram á réttri braut
Eftir viku, eða 4.maí n.k. verður byrjað að aflétta takmörkunum sem settar voru á vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Það er mikilvægt að við höldum áfram að passa okkur og förum áfram eftir þeim tilmælum sem enn verða í gildi svo bakslag verði ekki í faraldrinum og smit taki sig upp aftur. Varfærni og þolinmæði íbúa Dalabyggðar hefur svo sannarlega átt þátt í …