Lyfjagjöf í sauðfjárrækt

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu í samstarfi við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni heldur fund um lyfjagjöf og sjúkdóma í sauðfé í Dalabúð miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20.
Til umfjöllunar verða m.a. ormalyfsgjöf, selenskortur í sauðfé, bólusetningar að vori, lungnapest, lungnakregða, garnaveiki og garnaveikibólusetningar.
Allir áhugasamir sauðfjárræktendur eru hvattir til að mæta.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei