
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður.
Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu og við umönnun barna, auk þess að veita félagslegan stuðning.
Ekki er tekin greiðsla fyrir félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð.