Rekstaraðili óskast að Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Rekstaraðili óskast til að taka að sér rekstur Leifsbúðar á næsta ári.
Húsið er eitt af elstu húsunum í Búðardal, nýuppgert og mjög fallegt. Það stendur niðri við smábátahöfnina.
Húsið býður upp á góða möguleika í rekstri sem netkaffihús með þjólegan mat, smárétti og súpur.
Í sýningarsal í húsinu stendur uppi sýning tileinkuð landafundum og Vínlandsferðum og tengir það við sögutengdu ferðaþjónustuna sem Dalirnir eru þekktir fyrir.
Þá hefur verið rekin upplýsingamiðstöð í Leifsbúð á sumrin og næsta sumar mun opna, á efri hæð hússins, Skáldastofa, þar sem Dalaskáldunum verður gerð góð skil í máli og myndum.
Leifsbúð hefur verið opin tvö sl. sumur og utan þess tíma verið nýtt í ýmsa menningarviðburði.
Áhugasamir hafið samband við Grím Atlason sveitarstjóra í síma 4304700 eða á grimur@dalir.is
Umsóknarfrestur er til 10. des.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei