Reykhóladagar í ár verða helgina 25. – 28. júlí með fjölbreyttri dagskrá að vanda.
Miðvikudaginn 24. júlí einbeita heimamenn sér að skreytingum. Fimmtudaginn 25. júlí verða kvikmyndasýningar á báta- og hlunnindasýningunni og kaffihúsakvöld. Föstudaginn 26. júlí fá börnin að fara á hestbak, súpa, fyrirlestur, kassabílakeppni, þrautabraut hverfanna, grill og spurningakeppni. Laugardaginn 27. júlí verður þarabolti, súpa, dráttarvélafimi, baggakast, baksturskeppni, markaður, kaffisala, hoppukastalar, Kómedíuleikhúsið, pylupartí, kvöldskemmtun og dansleikur. Sunnudaginn 28. júlí verður fjör í Grettislaug, söguganga, léttmessa og Kómedíuleikhúsið.
Allar skráningar á viðburði og skemmtanir eru hjá skipuleggjendum hátíðarinnar í síma 691 6960 og netfanginu reykholar2013@gmail.com.
Ítarlega dagskrá má nálgast á heimasíður Reykhólahrepps, www.reykholar.is.