Rotþróahreinsun 2022 – hefst 4. júlí

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2022, mun hreinsun fara fram í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hefst verkið mánudaginn 4. júlí nk. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum.

Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá þarf að koma upplýsingum um hlið eða aðrar hindranir til Viðars í síma 894-0013 sem fyrst, eða hafa hlið opin á meðan á hreinsun stendur.

Það er fyrirtækið Verkval sem sér um rotþróahreinsun í Dalabyggð árið 2021-23.

Ef einhver sem ekki er á þessu svæði er með rotþró sem þarfnast hreinsunar þá er viðkomandi beðinn um að láta vita á skrifstofu Dalabyggðar. Athugið að hreinsanir sem eru utan þess svæðis sem er á áætlun viðkomandi árs geta haft í för aukakostnað fyrir eiganda.

Ef rotþróin er stífluð hafið samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann sem er yfirleitt ekki út af því að rotþróin sé full.

Yfirlit yfir hreinsun 2021-2023:
2021 – Laxárdal, Saurbæ og Skarðsströnd
2022 – Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd
2023 – Hörðudalur, Miðdalir og Haukadalur

Íbúar Dalabyggðar eru beðnir um að gæta að því lyf, plastúrgangur, blautþurrkur, eyrnapinnar og önnur skaðleg efni rati ekki í rotþrær.

Upplýsingar um fráveitumál, þar á meðal rotþrær og siturlagnir má nálgast á vef Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei