Það er ekki á hverjum degi sem Dalamenn gefa út ljóðabækur. Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu hefur nú gefið út sína fyrstu ljóðabók, Sæll dagur.
Björn þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Dalamanni, enda kennt mörgum Dalamanninum í farskóla á Skarðsströnd, í Búðardal, á Laugum og í forföllum í Tjarnarlundi.
Fyrir áhugasama unnendur ljóða og Bjössa þá fæst bókin í Eymundsson, Samkaupum í Búðardal og hjá höfundi. Hann mun og lesa úr bókinni í Tjarnarlundi sunnudaginn 24. nóvember eftir hádegi og árita eintök.