Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum (ef það á við) fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Á stefnan við um lögmælt verkefni (bæði lögskyld og lögheimil) sem og valkvæð verkefni.
Vegna vinnu við þessa stefnu er boðað til tveggja samráðsfunda til að gefa íbúum færi á að koma að borðinu. Ástæðan fyrir tveimur fundum er til að gefa sem flestum færi á að mæta en dagskrá fundanna er sú sama.
Fyrri fundurinn verður 15. apríl kl. 17:00
Seinni fundurinn verður 16. apríl kl. 20:00
Heitt á könnunni og öll velkomin!