Sauðfjársæðingar 2012

DalabyggðFréttir

Fundur vegna sauðfjársæðinga 2012 verður mánudaginn 26. nóvember í Dalabúð kl. 20.
Á dagskrá verður skipulag sæðinganna, gjaldskrá, hrútakosturinn, kynbótastarfið í sauðfjárrækt o.fl.
Frummælendur eru Eyjólfur I. Bjarnason og Lárus G. Birgisson.
Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 13 að Hvanneyri.
Skráning fer fram hjá LbhÍ í síðasta lagi 23. nóvember í síma 433-5000/433-5033 og/eða á endurmenntun@lbhi.is. Einnig á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands í síma 437-1215.

Hrútaskráin 2012/2013

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei