UDN stendur fyrir fjölbreyttu úrvali af íþróttum næstu sjö vikurnar á Laugum.
Æfingarnar fyrir miðstig og unglingastig verða á þriðjudögum kl. 16:30-18:30 og fimmtudögum kl 15:30-17:15.
Auk þess annan hvorn laugardag kl. 10:00-12:00 fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Þ.e. laugardagana 17. október, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember.
Yngsta stig fær æfingar á gæslutíma á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:45–14:45.
Akstur verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá Auðarskóla, en foreldrar þurfa að sækja börnin að Laugum. Enginn akstur er á laugardögum.
Fyrsta æfing er fimmtudaginn 15 október.
Verð er 9.500 kr á iðkanda á mið- og unglingastigum, 50 % systkinaafsláttur. Verð er 2.000 kr á iðkanda á yngsta stig fyrir æfingar á Laugum.
Skráning er hjá Jenný á udn@udn.is fyrir fimmtudaginn 15 október. Við skráningu verður æfingagjald innheimt í gegnum heimabanka. Skráning er tekinn gild þegar búið er að borga.
Þeir sem taka þátt fá að upplifa ýmsar fjörugar og skemmtilegar íþróttaæfingar næstu 7 vikurnar. Boðið verður meðal annars uppá fótbolta, blak, inníbandy, badminton, körfubolta, frjálsar, útivist og sundæfingar svo eitthvað sé nefnt. Hver æfing verður með sínu sniði og fjölbreyttir þjálfarar koma til að vera með æfingarnar. En eitt er víst að það verður alltaf eitthvað spennandi að gera.
Þjálfarar á yngsta stigi eru Pálmi, Pálína Kristín, Jóhann og Jenný.
Þjálfarar á æfingar á Laugum eru Siggi Bjarni, Jörgen, Einar Jón, Anna Sigga, Hrönn, Pálmi, Jenný og 4 sjálfboðaliðar á Laugum.
Mikilvægt að mæta með íþróttaföt, íþróttaskó, stuttbuxur, bol og sundföt og gera ráð fyrir útivist í hverju sinni.
Ávextir verða í boði inn á Laugum á þriðjudögum og fimmtudögum og allir fá gefins vatnsbrúsa.