Skátar safna fyrir ABC

DalabyggðFréttir

Skátar úr skátafélaginu Stíganda standa fyrir söfnun ABC barnahjálpar fimmtudaginn 1. mars frá kl. 14 í Búðardal.
Börnin hjálpa börnum þar sem safnað er fyrir götubörn í Kenýa.
Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að halda áfram með byggingu nýrrar heimavistar fyrir götubörn í Nairobi.
Einnig verður byggður lítill skóla fyrir Maasai börn, sem búa á sléttunni við Kilimanjaro og þurfa nú að ganga marga kílómetra til að komast í skóla.
ABC starfið í Pakistan mun einnig fá sinn skerf til að halda áfram með byggingu heimavistarskóla

ABC hjálparstarf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei