Skemmd á ærslabelg

DalabyggðFréttir

Þeir leiðinlegu atburðir áttu sér stað að skemmd er komin í ærslabelginn í Búðardal.

Unnið verður að viðgerðum og tilkynnt þegar hann er kominn í lag.

Á meðan verður ekkert loft í belgnum og viljum við biðja íbúa um að gæta að því að ekki sé verið að fara á hann.

Ærslabelgir eiga að endast vel og lengi ef rétt er gengið um þá, því viljum við ítreka leiðbeiningar um umgengni:

  • Bannað að vera í skóm þegar hoppað er á belgnum
  • Ekki hoppa þegar blásarinn er ekki í gangi (hann er í gangi frá kl.09:00 – 22:00)
  • Allir oddhvassir hlutir bannaðir á belgnum

Belgurinn er sameign okkar íbúa og því er það okkar að ganga rétt um hann og hafa afskipti af því ef umgengnisreglur eru ekki virtar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei