Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar í Ólafsdal í Dalabyggð

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 19. mars 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 vegna Ólafsdals skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi óbreytt stefna um hverfisvernd, sem kveður m.a. á um öll uppbygging skuli vera í sátt við menningarlandslag og stuðla að varðveislu minjaheildar.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/2024/362

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Dalabyggðar eða til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Athugasemdafrestur er til 30. apríl 2024.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei