Samhliða sveitarstjórnarkosningum fer fram skoðanakönnun meðal íbúa varðandi afstöðu þeirra til sameiningar við önnur sveitarfélög.
Könnunin verður ráðgefandi fyrir næstu sveitarstjórn, sem vinna mun úr niðurstöðunni í samvinnu við önnur sveitarfélög og í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Spurning A
Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018?
Krossað við Já eða Nei
Spurning B
Hvaða sameingarkostur finnst þér vænlegastur ef af sameiningarviðræðum verður?
Krossað við einn eða fleiri valkosti eða skrifa eigin hugmynd.
- Reykhólahreppur
- Reykhólahreppur og Strandabyggð
- Húnaþing vestra
- Borgarbyggð
- Stykkishólmsbær
- Vesturland
- Annað