Skólaliða vantar í leikskóla Auðarskóla. Starfshlutfall er 68,75% og vinnutími er frá 11.30 – 17.00. Næsti yfirmaður skólaliðans er aðstoðarleikskólastjóri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi er á starfsviði skólaliðans.
Þrif
Skólaliðinn sér um öll hefðbundin dagþrif á leikskólanum. Þrifin fara fram þegar einstök svæði eru ekki í notkun. Aðstoðarleikskólastjóri og skólaliði gera í sameiningu áætlun (skema) um þrif í upphafi skólaárs. Heilþrif eru ekki inni á verksviði skólaliða.
Eldhús
Móttaka á mat frá eldunaraðila í hádegi og frágangur í móttökueldhúsi að loknum hádegismat. Einnig aðstoð við framreiðslu og frágang í síðdegiskaffi.
Þvottahús
Allir tilfallandi þvottar á tuskum og fl. í þvottahúsi leikskólans.
Aðstoð vegna forfalla
Tímabundin aðstoð við umönnun í forföllum starfsmanna í umönnun.
Önnur störf
Einstaka störf sem skólastjóri/aðstoðarleikskólastjóri felur skólaliðanum; t.d. sendiferðir og fl.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@audarskoli.is