Skráning hafin í Lífshlaupið 2022

DalabyggðFréttir

Bendum á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022 en keppnin hefst svo 2. febrúar. Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Sköpum skemmtilega stemningu og aukum félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Hugum að heilsunni og verum dugleg að hreyfa okkur reglulega, munum að allt telur.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

  • Vinnustaðakeppni frá 2. febrúar – 22. febrúar, fyrir 16 ára og eldri
  • Framhaldsskólakeppni frá 2. febrúar – 15. febrúar, fyrir 16 ára og eldri
  • Grunnskólakeppni frá 2. febrúar– 15. febrúar, fyrir 15 ára og yngri
  • Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Skráðu þig til leiks á:  www.lifshlaupid.is/innskraning. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finna hér og svo hér á ensku.

Við minnum á LífshlaupsAPP-ið þar sem mun einfaldara er að skrá alla hreyfinguna sína þegar maður er komin í lið. Hér má finna upplýsingar um LífshlaupsAPP-ið

Allar upplýsingar má nálgast hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 eða með fyrirspurn á netfangið lifshlaupid@isi.is

Við bendum einnig á Facebook-síðu Lífshlaupsins og sem og Instagram-síðuna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei