Skyndihjálparnámskeið

DalabyggðFréttir

Skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum Búðardalsdeildar Rauðakrossins daganna 4. – 7. nóvember næstkomandi frá kl. 18–22 í Auðarskóla.
Námskeiðið er 12 klukkustundir, 16 kennslustundir.
Markmiðið er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.
Viðfangsefni námskeiðisins eru undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir.
Námskeiðið kostar 9.000 kr. Innifalin eru öll námsgögn. Þátttakendur skrái sig á námskeiðið á vef Rauðakrossins á Íslandi.

Skráning á námskeiðið

Auglýsing PDF

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei