Sögurölt – Bæjardalsheiði

SafnamálFréttir

Sunnudaginn 7. júlí kl. 18 verður annað sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum, nú á Bæjardalsheiði í Reykólasveit. Gengið verður frá veðurathugunarstöðinni á Þröskuldum fram á Bæjardalsheiði og notið útsýnis yfir Reykhólasveit, Breiðafjörð og Skarðsströnd eftir því sem skyggni gefur. Gangan hvora leið tekur ríflega hálftíma.
Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík er göngustjóri og leiðsögumaður að þessu sinni með aðstoð heimamanna. Sem og var í sambærilegri göngu Sauðfjársetursins um miðjan ágúst 2015. Söguröltin einkennast af því að gönguleiðin er oftast stutt og fremur auðveld, en áhersla lögð á sögur og fróðleik. Enginn aðgangseyrir er í söguröltin og eru öll hjartanlega velkomin.
Það eru Byggðasafn Dalamanna, Sauðfjársetur á Ströndum, Héraðsskjalasafn Dalasýslu, Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa sem standa fyrir söguröltunum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei