Söl og sushi

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 20. ágúst kl. 15-18:30 stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu Sölvafjara og sushi.
Kynnt verður nýting sölva og þara eins og hún var í Ólafsdalsskólanum á 19. öld. Einnig verður kynnt hugmyndafræði Slowfood-hreyfingarinnar. Gengið í sölvafjöru og safnað þangi, þara og sölvum. Sýnikennsla og kynning á hugmyndafræði og aðferðum Sushi.

Á sama tíma verður barnanámskeið um ströndina, þang og þara, farið í fjöru, byggt, leikið og smakkað.

Leiðbeinendur eru Rúnar Marvinsson og Dominique Pledel.
Hámark 15 þátttakendur auk barna.

Námskeiðsgjald er 8.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir barn. Fjölskylduafsláttur í boði.

Skráning er á netfangið olafsdalur@gmail.com þar sem skrá skal nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang. Nánari upplýsingar er að fá í síma 896 1930.
Ólafsdalsfélagið stendur fyrir námskeiðinu í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands, Matur-saga-menning, Dalabyggð, Þörungaverksmiðjuna Reykhólum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þjóðfræðistofu.

Heimasíða Ólafsdalsfélagsins

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei