Dalabríarí 2011

DalabyggðFréttir

Dalabríarí verður haldið í annað sinn sunnudaginn 21. ágúst kl. 20:30 á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Dalabríarí er skemmtidagskrár með matarívafi.
Að þessu sinni verður smurbrauðsþema og matreiðslan undir stjórn Jakobs Jakobssonar veitingamanns, oftast er kenndur við Jómfrúna í Lækjargötu.
Tónlistin verður í höndum Grétars Örvarssonar, Siggu Beinteins og Ólafs Þórarinssonar (Labba í Mánum).
Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Hægt er að kaupa matinn á pakkaverði eða staka rétti að vild á hóflegu verði. Pantanir eru í síma 444 4930.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hótel Eddu
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei