Stjórn Byggðastofnunar fundaði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl.

Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum.

Á fundinum kynnti Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs framvindu verkefnisins til þessa og áform um næstu skref.
Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, fór m.a. yfir ástæður þess að Dalabyggð óskaði eftir þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir, annar tveggja fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn, vakti athygli á aðkomu og virkri þátttöku íbúa í verkefninu og gildi verkefnisins fyrir þá.

Í frétt Byggðastofnunar segir að ánægjulegt hafi verið að sjá og heyra að heimafólk hefur tekið verkefninu fagnandi og samstaða ríki um að nýta verkefnið í þeim tilgangi að efla mannlíf og byggð í Dölunum.

Nýverið var styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs til fjölbreyttra frumkvæðisverkefna. Fundargestum gafst tækifæri til að sækja heim þrjá styrkhafa og fræðast um verkefni þeirra:

  • Ungmennafélagið Ólafur Pá sem fékk styrk til að koma upp fjölnota aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og aðra sérfræðinga.
  • Kjötvinnsluna í Miðskógi, þar hafa ábúendur komið upp aðstöðu til fullvinnslu afurða. Þeir hyggja m.a. á námskeiðahald í kjötvinnslu.
  • Þorgrím Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum, sem sagði á frá því að jólasveinarnir íslensku eigi rætur sínar að rekja í Dalabyggð.

Hægt er að lesa meira um fundinn og heimsóknina á vef Byggðastofnunar: Fróðlegur fundur í Dalabyggð

Myndir tók: Kristján Þ. Halldórsson

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei