Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 30. júní til og með 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa.
Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er fimmtudagurinn 29. júní og verður safnið opnað að nýju fimmtudaginn 10. ágúst.
Við minnum á sumarbingó Héraðsbókasafnsins, hægt er að sækja bingóspjöld á bókasafnið á opnunartíma þess: Sumarbingó 2023
Þá var bókavörður að taka upp nýja titla, má þar nefna Bella Gella Krossari eftir Gunnar Helgason, Spænska ástarblekkingin eftir Elena Armas, Steinninn eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Hormóni og fleira fólk sem Halldór Ólafsson skráði.
Nú er því um að gera að ná sér í lesefni fyrir sumarið og fá bingóspjöld fyrir börnin áður en sumarlokun hefst.
Áfram er hægt að skila bókum í kassann í anddyri Stjórnsýsluhúss.