Tökum ábyrgð – segjum frá

DalabyggðFréttir

Við höfum flest fylgst með mikilli umræðu í fjölmiðlum undanfarið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar hefur meðal annars mikið verið talað um þöggun og meðvirkni af hálfu umhverfisins, það að gera ekkert í málunum. Veruleikinn er sá að kynferðisbrot gagnvart börnum eru framin af allskyns fólki og alls staðar á landinu, líka hérna hjá okkur. Kynferðisbrot eru framin mikið nær okkur öllum en við helst viljum vita af.
Ef við viljum draga lærdóm af þessari umræðu þá er mikilvægt að við horfum í eigin barm og sjáum hvað við getum gert. Það er mikilvægt að passa upp á börnin okkar og það er líka mikilvægt að segja frá.
Mikilvægasta reglan þegar einhver hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi er að segja frá – bæði er það byrjunin á því að þolandi ofbeldisins geti lært að lifa við það sem hefur gerst, þannig að það hafi sem minnst skaðandi áhrif á líf viðkomandi og kæra til lögreglu er byrjunin á að stöðva þann sem framdi ofbeldið í að halda því áfram gagnvart öðrum börnum.
Það er ekki síður mikilvægt að taka á gömlum kynferðisbrotum – segja frá til að þolandinn fái aðstoð og tilkynna málið til lögreglu til að stöðva áframhaldandi brot.
Frekari upplýsingar og leiðbeiningar er hægt að fá hjá:

Stígamót – sími 562 6868

Drekaslóð – sími 551 5511

Hjálparsími Rauða krossins – sími 1717

Lögreglan – sími 112

Starfsmenn barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala – sími 433 7100

Starfsmenn Barnaverndarnefndar
Borgarfjarðar og Dala
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei