Tómstundabæklingur vor 2015

DalabyggðFréttir

Áætlað er að gefa út síðari hluta janúar tómstundabækling. Þar yrði fjallað um tómstunda- og æskulýðsstarf janúar – maí 2015 í Dalabyggð. Sú nýbreytni verður og að fyrirtæki og aðrir geta keypt auglýsingar í bæklinginum.
Æskilegt er að þeir sem standa að tómstunda- og félagsstarfi í sveitarfélaginu komi því á framfæri í bæklinginum. Þannig er hægt að koma fjölbreyttu félagsstarfi allra aldurshópa á framfæri á einum stað og þeir sem þess óska geta tekið þátt í því starfi.
Til að styrkja útgáfu bæklingsins er fyrirtækjum og öðrum sem þess óska gefið tækifæri á ódýrum auglýsingum í bæklinginum. Hægt er að aðstoða við gerð auglýsinga, t.d. þorrablót, viðburðir og fleira.
Nánari upplýsingar veitir Guðni á netfanginu tomstund@dalir.is og í síma 849 7336.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei