Hjeraðssamband Dalamanna (Hs.Dm.) var stofnað á Kirkjuhóli í Saurbæ 24. maí 1918. Fjögur félög stóðu að stofnuninni; Umf. Ólafur pái, Umf. Unnur djúpúðga, Umf. Dögun og Umf. Stjarnan.
Fyrstu stjórn sambandsins skipuðu Sigmundur Þorgilsson í Knarrarhöfn formaður, Steinunn Þorgilsdóttir í Knarrarhöfn ritari og Benedikt Finnsson í Innri-Fagradal fjehirðir.
Árið 1926 er nafni félagsins breytt í Ungmennasamband Dalamanna (UMSD).
Árið 1971 gekk Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga inn í Ungmennasamband Dalamanna og heitir sambandið eftir það Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN).
Starfsvæði Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga er Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla.
Núverandi aðildarfélög UDN eru Umf. Æskan, Umf. Ólafur Pái, Umf. Dögun, Umf. Stjarnan, Umf. Afturelding, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna.