Á íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 23. september sl. kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar tillögur sínar um aðgerðir til að auka umferðaröryggi á og við Vestfjarðaveg um Búðardal (Vesturbraut). Vegagerðin hefur nú uppfært tillögurnar í samræmi við umræður á fundinum og verða þær birtar til umsagnar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is.
Áhugasömum er hér með gefið tækifæri til að gera athugasemdir við tillögurnar.
Athugasemdir skal senda undirrituðum á skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið sveitarstjori@dalir.is fyrir 5. nóvember nk.
Sveinn Pálsson
sveitarstjóri
sveitarstjóri