Unglingavinna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Þau börn sem fædd eru 1996 eða fyrr og vilja starfa í unglingavinnunni í sumar, eru beðin að skrá sig á skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 27. maí nk.

Unglingavinnan mun standa yfir frá 8. júní til 7. ágúst.

Umsóknareyðiblöð má nálgast á vef og skrifstofu Dalabyggðar.

Sveitarstjóri

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei