Laugardaginn 13. apríl kl. 13-16 verða skjalasöfn Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga og aðildarfélaga þess sem eru í vörslu Héraðsskjalasafns Dalasýslu til sýnis og umræðu í fundarsal á annarri hæð stjórnsýsluhússins í Búðardal.
Afmælisárinu fer nú senn að ljúka og því ágætt að huga að því hvernig við ætlum að varðveita sögu þessara félaga og þýðingu þeirra fyrir þau samfélög sem þau spruttu uppúr.
Allir eru velkomnir á sögustund og velkomið að taka þátt og segja frá ef ungmennafélagsandinn kemur yfir þá. Að öðrum kosti verða héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Dalasýslu og safnvörður Byggðasafns Dalamanna með samfelldan fyrirlestur um sögu félaganna frá kl. 13 til kl. 16.