Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga 2019

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 17 í Rauða-Krosshúsinu Búðardal.

 

Fundarefni:

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands

Fræðsluerindi um krabbamein.

Önnur mál.

 

Á fundinn kemur Guðmundur Pálsson, vefstjóri K.Í. sem er hugmyndasmiðurinn að KARLAKLEFANUM sem auglýstur var í Mottu mars í sjónvarpinu og vakti mikla athygli. Hann ætlar að segja frá karlaklefanum og vef Krabbameinsfélagsins og tala um hvernig karlar á landsbyggðinni geta nýtt sér hann.

 

Núverandi félagar og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn. Nýir eru félagar velkomnir. Kaffiveitingar í boði félagsins. Fjölmennum og styrkjum starfið. Munum að einn af hverjum þremur Íslendingum fær krabbamein einhvern tíma á ævinni samkvæmt tölulegum staðreyndum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei