Veist þú um barn í vanda?

DalabyggðFréttir

Í dag birtist rauður borði á forsíðu dalir.is sem ber heitið „Tilkynningar til barnaverndar“ (sjá meðfylgjandi mynd hér að ofan).

Eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum þá aukast líkur á álagstímum að börn verði fyrir ofbeldi og/eða vanrækslu.

Þegar skólahald liggur að miklu leyti niðri/er í breyttri mynd þá geta viðbrögð nágranna og aðstandenda skipt sköpum fyrir barnið:

  • Veist þú um barn sem býr við óviðunandi uppeldisaðstæður?
  • Veist þú um barn sem verður fyrir áreitni?
  • Veist þú um barn sem verður fyrir ofbeldi?
  • Veist þú um barn sem stofnar heilsu sinni eða þroska í hættu?
  • Veist þú um barn og/eða fjölskyldu sem þarf aðstoð?

Samkvæmt lögum ber einstaklingum skylda að tilkynna til barnaverndarnefndar aðstæður barna þar sem grunur leikur á ofbeldi og/eða vanrækslu.

Barn á alltaf að njóta vafans, ef þú ert ekki viss þá er best að hringja og ráðfæra sig við starfsfólk barnaverndar.

Starfsmenn barnaverndar eru alltaf á vaktinni.

Allar upplýsingar eru í rauða borðanum efst á forsíðu www.dalir.is en þær er einnig hægt að nálgast með því að smella HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei