Viltu vera heimsóknarvinur og láta gott af þér leiða?

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur óskað eftir samstarfi við Rauða krossinn í Dölum og Reykhólahreppi um að auglýsa eftir heimsóknavinum fyrir einstaklinga sem búa á Silfurtúni. Vinaverkefni er eitt elsta og stærsta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins á Íslandi.

Vinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn er það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Gerð er krafa um góða framkomu og trúnað í starfi.

Leitað er eftir áhugasömum sjálfboðaliðum í verkefnið en nánari upplýsingar gefur Linda Guðmundsdóttir
Netfang: linda@ssv.is
Sími 7806697

Við hvetjum áhugasama um að hafa samband við hana.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei