Miðvikudaginn 9. nóvember sl. var haldin vinnustofa vegna endurskoðunar Aðalskipulags Dalabyggðar í Dalabúð. Mæting var með ágætum og skilaði vinnustofan ýmsum athugasemdum inn í áframhaldandi vinnu.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast gögnin sem eru vinnsludrög og voru tekin fyrir á vinnustofunni. Hægt er að senda ábendingar og tillögur varðandi þau til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 25. nóvember 2021.
Næstu skref eru síðan þau að vinnslutillaga aðalskipulagsins fer í lögbundið auglýsingaferli í desember í aðdraganda yfirferðar hjá Skipulagsstofnun áður en sjálf skipulagstillagan verður auglýst og kynnt til umsagnar.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi
Aðalskipulag Dalabyggðar Greinargerð vinnslutillaga DRÖG
Aðalskipulag Dalabyggðar Umhverfisskýrsla vinnslutillaga DRÖG