Vinnsludrög – gögn frá vinnustofu

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 9. nóvember sl. var haldin vinnustofa vegna endurskoðunar Aðalskipulags Dalabyggðar í Dalabúð. Mæting var með ágætum og skilaði vinnustofan ýmsum athugasemdum inn í áframhaldandi vinnu.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast gögnin sem eru vinnsludrög og voru tekin fyrir á vinnustofunni. Hægt er að senda ábendingar og tillögur varðandi þau til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 25. nóvember 2021.

Næstu skref eru síðan þau að vinnslutillaga aðalskipulagsins fer í lögbundið auglýsingaferli í desember í aðdraganda yfirferðar hjá Skipulagsstofnun áður en sjálf skipulagstillagan verður auglýst og kynnt til umsagnar.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi

Aðalskipulag Dalabyggðar Greinargerð vinnslutillaga DRÖG

Aðalskipulag Dalabyggðar Umhverfisskýrsla vinnslutillaga DRÖG

Aðalskipulag Dalabyggðar Uppdráttur vinnslutillaga DRÖG

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei