Matarmarkaður heimsækir Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Þar sem Matarhátíð í Hvanneyri var frestað vegna COVID- 19, mun farandmatarmarkaður heimsækja Dalabyggð sunnudaginn 14. nóvember nk. kl.10:00 og verður á planinu til móts við tjaldsvæðið, sunnan við bensíndælur (sjá rauðan hring á mynd).

Í boði verða frábærar vörur frá vestlenskum framleiðendum, s.s. sauðfjárbúinu Ytra-Hólmi, Mýrarnaut, Háafell Geitfjársetur, Matarhandverk Fram – Skorradal, Grímsstaðaket og Olivia’s Gourmet svo eitthvað sé nefnt!

Í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi hefur verið ákveðið að keyra af stað matarlest um Vesturland og færa þannig matarmarkaðinn heim í hérað til íbúa! Bíllinn verður hlaðinn varningi frá vestlenskum matarframleiðendum en allt eru þetta vörur sem koma beint frá býli og bát. Þannig er farið með markaðinn heim í hérað til fólksins, í stað hópamyndunar á einum stað.

Lestin mun ganga um Vesturland alla helgina. Ferðin hefst á Hellissandi á laugardaginn og ferður þá farið um Snæfellsnes. Á sunnudaginn mun matarlestinn hefja daginn í Búðardal og þræðir síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi.

Sjá má kynningar á öllum þeim framleiðendum sem taka þátt í Farandmarkaði og nálgast allar frekar upplýsinga um tímasetningar og staðsetningar á vefsíðu matarhátíðar – matarhatid.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei