Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV er með viðveru í Dalabyggð 1. þriðjudag hvers mánaðar frá kl. 13:00 – 15:00

Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV er með viðveru í Dalabyggð síðasta mánudag hvers mánaðar frá kl.13:00-15:00

Viðverudagatöl atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa er að finna á heimasíðu SSV.
Auk þess má alltaf panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa utan auglýsts viðverutíma.

Hlutverk atvinnuráðgjafa eru að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála.
Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf.

Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV geta verið margvísleg. Aðstoð við að greina vandamál, leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins. Aðstoð við gerð umsókna til sjóða og rekstrar- og kostnaðaráætlana. Aðstoð við markaðsmál, upplýsingagjöf, fundir o.fl.
SSV – þróun- og ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga til sjálfshjálpar. Það þýðir að nauðsynlegt er að þeir sem eftir aðstoð leita komi einnig til með að vinna að framgangi hugmynda sinna.

 

Ítarefni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei