Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV er með viðveru í Dalabyggð 1. þriðjudag hvers mánaðar frá kl. 13:00 – 15:00
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV er með viðveru í Dalabyggð annan þriðjudag hvers mánaðar frá kl.13:00-15:00
Margrét Björk Björnsdóttir fagstjóri Áfangastaða- og markaðssviðs SSV er með viðveru í Dalabyggð annan þriðjudag hvers mánaðar frá kl.13:00 – 15:00.
Auk þess má alltaf panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa, menningarfulltrúa og fagstjóra utan auglýsts viðverutíma.
Hlutverk atvinnuráðgjafa eru að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála.
Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf.
Áfangastaða- og markaðssvið sinnir m.a. samstarfi, samráði og ráðgjöf við heimamenn, fyrirtæki, þjónustuaðila, gesti, stoðþjónustu og opinbera aðila innan ferðaþjónustu. Auk þess sem unnið er að markaðs- og kynningarmálum í samstarfi við hagaðila.
Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV geta verið margvísleg. Aðstoð við að greina vandamál, leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins. Aðstoð við gerð umsókna til sjóða og rekstrar- og kostnaðaráætlana. Aðstoð við markaðsmál, upplýsingagjöf, fundir o.fl.
Ítarefni