Janúar, 2024

17jan17:30Fjarfundur vegna nýrrar menntastefnu Dalabyggðar 2023-2028

Nánari upplýsingar

Miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17 verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu með fjarfund á Teams fyrir íbúa Dalabyggðar til að kynna drög að nýrri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023-2028.  

Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að fá íbúa með í þróun á stefnu og markmiðum menntastefnunnar.

Eftir fundinn mun vera opið fyrir tillögur á úrbótum á menntastefnunni, tillögur geta þannig komið fram í einhvern tíma að fundi loknum til að auka samráð. 

Við hvetjum íbúa til að taka tímann frá og mæta á fundinn.

Tengill á fund vegna menntastefnu (Teams)

Meira

Klukkan

(Miðvikudagur) 17:30

Skipuleggjandi

Sveitarfélagið Dalabyggð Miðbraut 11, 370 Búðardal

X
X