Júlí, 2024

07júl18:0020:00Sögurölt - Bæjardalsheiði

Nánari upplýsingar

Sunnudaginn 7. júlí kl. 18 verður annað sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum, nú á Bæjardalsheiði í Reykólasveit. Gengið verður frá veðurathugunarstöðinni á Þröskuldum fram á Bæjardalsheiði og notið útsýnis yfir Reykhólasveit, Breiðafjörð og Skarðsströnd eftir því sem skyggni gefur. Gangan hvora leið tekur um hálftíma. Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík er göngustjóri og leiðsögumaður að þessu sinni með aðstoð heimamanna.Það eru Byggðasafn Dalamanna, Sauðfjársetur á Ströndum, Héraðsskjalasafn Dalasýslu, Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa sem standa fyrir söguröltunum.

Meira

Klukkan

(Sunnudagur) 18:00 - 20:00

X
X