Júlí, 2020
09júl19:30Sögurölt: Örlagasögur í landi BassastaðaSögurölt
Nánari upplýsingar
Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna halda áfram samstarfi sínu um sögurölt í sumar. Fimmtudaginn 9. júlí verður söguröltið á Ströndum og verður gengið í landi Bassastaða við norðanverðan Steingrímsfjörð.
Nánari upplýsingar
Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna halda áfram samstarfi sínu um sögurölt í sumar. Fimmtudaginn 9. júlí verður söguröltið á Ströndum og verður gengið í landi Bassastaða við norðanverðan Steingrímsfjörð. Gangan hefst kl. 19:30 dálítið utan við bæinn á Bassastöðum, neðan við Strandaveg, þar sem til skamms tíma var beygt yfir Bjarnarfjarðarháls (eða Bassastaðaháls).
Um er að ræða stutta göngu með sjónum, í mesta lagi 2 km. Þjóðsagnastaðir eru þarna á hverju strái og m.a. verður vegagerð dverghagra þúsundþjalasmiða skoðuð, einnig steinn nokkur sem hefur sligast undan draug, meintur aftökustaður í fjörunni verður kannaður og fleiri örlagasögur sagðar.
Jón Jónsson þjóðfræðingur er göngustjóri og segir frá einu og öðru sem hann veit um þessa staði, en þessi ganga er einnig í samvinnu við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum. Verið öll velkomin.
Meira
Klukkan
(Fimmtudagur) 19:30