Ársreikningur 2018

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. mars sl. var ársreikningur Dalabyggðar tekinn til fyrri umræðu.

 

Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum t.d. dvalarheimilið Silfurtún, fráveita, Dalagisting ehf., Dalaveitur ehf. og vatnsveita.

 

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2018 fyrir A og B-hluta voru 930,5 millj. kr., en rekstrargjöld 828,6 millj. kr.

 

Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 68,6 millj. kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 19,8 millj. kr og rekstrarniðurstaða var jákvæð um 49,4 millj. kr.

 

Í A hluta voru rekstrartekjur 774,0 millj. kr., rekstrargjöld 675,6 millj. kr. og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld 2,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 81,0 millj. kr.

 

Fastafjármunir A og B hluta voru í árslok 1.176,3 millj. kr., veltufjármunir 224,2 millj. kr. og eignir alls um 1.400,5 millj. kr. Langtímaskuldir voru 367,6 millj. kr., skammtímaskuldir 182,7 millj. kr og skuldir og skuldbindingar alls um 644,5 millj. kr.

 

Fyrir A hluta var veltufé frá rekstri um 112 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 36,5 millj. kr. Fyrir A og B hluta var veltufé frá rekstri 100,5 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 9,5 millj. kr.

 

Sjá nánar hér: Ársreikningur 2018

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei