Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Eftir það er 6.500 kr. árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí.

 

Eigendum hunda í Búðardal ber skylda til að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald. Í því gjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Eftir það er innheimt árgjald fyrir hvern skráðan hund. Í árlegu gjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun.

 

Hafi leyfi ekki verið greitt á eindaga fellur það úr gildi. Við afskráningu dýrs ber að endurgreiða árlegt gjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu.

 

Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í taumi úti við í fylgd með manni sem hefur fullt vald yfir þeim. Hundaeigendum er skylt að sjá svo um að hundar raski ekki ró manna eða verði mönnum til óþæginda. Skylt er leyfishafa að fjarlægja saur eftir hundinn. Þá er þeim skylt að láta hreinsa hunda sína einu sinni á ári.

 

Hundar sem ganga lausir á almannafæri verða handsamaðir. Við afhendingu handsamaðs dýrs skal innheimta handsömunargjald og að auki þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi dýrs. Óskráð dýr má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar. Við ítrekað brot skal hundinum lógað.

 

Eigendur blindra- og björgunarhunda eiga rétt á niðurfellingu leyfisgjalds enda leggi þeir fram skilríki um að hundarnir séu notaðir í þeim tilgangi. Þeir eru hins vegar skráningarskyldir og þarf að greiða af þeim skráningargjald.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei