Þriðjudagskvöldið 2. júlí verður farið í vikulegt sögurölt sem Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna standa fyrir í sumar.
Að þessu sinni verður gengið við bæinn Víðidalsá við Steingrímsfjörð á Ströndum, sagðar sögur og skoðaðar minjar, nátthagi, dys og eyðibýlið Bugastaðir sem fór í eyði snemma á öldum. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur.
Mæting er á hlaðinu á Víðidalsá, sem rétt sunnan við Hólmavík, reisulega húsið fjær á myndinni. Ekki er bæjarmerki við afleggjarann, en þar er skilti frá Strandahestum. Sjáumst öll.