Hér í Dölum verður farið í göngu á Skarðsströndinni í þriðja sinn. Mæting er kl. 10 að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls að Nýpurhyrnu. Síðan niður í Nýpurdal og að Nýp.
Fjallið er grösugt og úrval plantna að skoða. Auk þess að njóta flórunnar er útsýni yfir Breiðafjörð, fuglalíf og allnokkrar líkur á að sjá haförn.
Boðið verður upp á jurtate að göngu lokinni og bílferð til baka í Ytri-Fagradal.
Leiðsögn er í höndum Þóru Sigurðardóttur á Nýp og Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal.