Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins.
Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Í þessum tilgangi er send spurningakönnun til íbúa á öllu Vesturlandi. Könnunin er rafræn. Spurningalistinn er sendur með tölvupósti til úrtaks íbúa á Vesturlandi en einnig aðgengilegur á netinu. Athugið að aðeins er hægt að svara spurningakönnuninni einu sinni úr hverri tölvu.
Þess er vænst að sem flestir íbúar svæðisins sjái sér fært að taka þátt og svari könnuninni samkvæmt bestu vitund. Hægt er að svara henni að hluta og/eða sleppa einstaka spurningum.
Við alla framkvæmd könnunarinnar er farið að ákvæðum laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, og tryggt að ekki verði á nokkurn hátt unnt að rekja niðurstöður til einstakra þátttakanda.

Könnun á viðhorfum til breyttra ferðavenja

Umhverfisráðgjöf Íslands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei