Skipulags- og matslýsing: Framlenging á athugasemdafresti

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 5. mars var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir tildrögum og ástæðum endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu viðfangsefnum, forsendum, stöðu og gildandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati áætlunar.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum. Skipulagslýsingin hefur verðið til sýnis í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is, frá 11. mars og var athugasemdafrestur gefinn til 1. apríl. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu hefur Dalabyggð ákveðið að framlengja athugasemdafrestinum til 15. apríl.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar eða á skipulag@skipulag.is merkt „Endurskoðun Aðalskipulags“.

Dalabyggð 27. mars 2020.
Þórður Már Sigfússon,
skipulagsfulltrúi.

Hér að neðan má nálgast vefsjá fyrir ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulagsins.
Þar geta íbúar komið með hugmyndir og ábendingar í skipulagsvinnunni.

Hugmynda- og ábendingavefur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei