Opnun endurvinnslustöðvar

DalabyggðFréttir

Enduvinnslustöðin í Búðardal mun opna á ný á morgun 5.maí.
Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar verða eins og áður á þriðjudögum frá kl.13-18, fimmtudögum 13-17 og á laugardögum frá kl.11-14.

Á opnunartíma endurvinnslustöðvar verður áfram lokað inní krána baka til en ílát fyrir plastefni og bylgjupappa fyrir utan ef fólk er með mikið magn.
Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka sem falla undir úrvinnslusjóð, auk hefðbundinnar flokkunar.

Auk þess er hægt að skila í flokkunarkrær allan sólarhringinn og alla daga vikunnar algengustu flokkum sorps.

Starfsmenn sveitarfélagsins sjá um móttöku og skráningu.

Nánari upplýsingar um endurvinnslustöðina má finna hérna á heimsíðu Dalabyggðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei