Fyrirkomulag heimsókna á Silfurtún

DalabyggðFréttir

Heimsóknarbanni á Silfurtún verður aflétt 4.maí n.k. samkvæmt leiðbeiningum frá embætti landlæknis.

Á sama tíma taka gildi reglur um heimsóknir aðstandenda til íbúa.

Aðeins má einn gestur koma í einu til hvers íbúa. Athugið að takmarka gæti þurft fjölda heimsókna í hverri viku í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum.

Þá er einnig ekki gert ráð fyrir að börn og ungmenni (14 ára og yngri) komi í heimsókn í maí, von er til að hægt verði að rýmka reglur um heimsóknir í júní.
Börn (14─18 ára) geta komið í heimsókn ef þau eru nánasti aðstandandi og koma þá einsömul.

Aðstandendur eru beðnir um að hringja í síma 434-1218 og tilkynna um heimsókn, þá fá þeir leiðbeiningar frá starfsfólki um hvar megi koma inn á heimilið þar sem sameiginlegt rými er lokað fyrir utanaðkomandi einstaklingum.

Gestir eru beðnir um að virða það ásamt því að halda áfram 2ja metra fjarlægðartakmörkunum og forðast beina snertingu við íbúa.
Gestir eru beðnir um að þvo hendur og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig eftir heimsókn.

Athugið að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Eru þessar reglur settar með hag íbúa að leiðarljósi til að takmarka sem mest möguleika á smiti vegna COVID-19.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei