Hestaþing Glaðs 18. júní

DalabyggðFréttir

Þátttaka í hestaþingi Glaðs er í minna lagi og þess vegna hefur verið ákveðið að keyra allt mótið á einum degi.
Mótið hefst með forkeppni kl. 10:00 eins og áður hafði verið auglýst en öll forkeppnin verður kláruð með bara stuttum hléum.
Að lokinni forkeppni í öllum greinum (í áður auglýstri röð) verður svo gert gott hlé til kl. 18:30 og þá hefjast úrslit. Þau fara fram í þessari röð: Tölt, Barnaflokkur, stutt hlé, B-flokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur (hugsanlega unglingar og ungmenni saman) og A-flokkur.
Áður auglýstri kvölddagskrá verður sleppt.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei