Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku eða til mánudagsins 15.júní n.k.
Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum:
- Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. Starfstímabilið innan þessa ramma er umsemjanlegt.
- Starfshlutfallið er 100% á ráðningartíma.
- Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu.
- Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir í nám haustið 2020. Skila þarf staðfestingu frá skóla um slíkt með umsókn.
- Námsmenn þurfa að ná 18 ára aldursmarki á árinu eða vera eldri.
Hnitsetning og skráning á ljósleiðara.
- Áætlaður ráðningartími 8. júní til 7. ágúst.
- Starfsmaður þarf að hafa bifreið til umráða.
- Starfsstöð er frá Búðardal
Vinna við Minningarreit um Sturlu Þórðarson sagnaritara.
- Áætlaður ráðningartími 8. júní til 31. júlí.
- Starfsstöð er Staðarhóll í Saurbæ.
Kynningarstarf vegna breytinga á sorpmálum og flokkun.
- Áætlaður ráðningartími 29. júní til 21. ágúst.
- Starfsstöð er frá Búðardal.
Umsóknir um störfin skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 15. júní næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau. Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Auk þess verður að fylgja með staðfesting frá skóla um skólavist á vor- og haustönn 2020. Störfin henta öllum kynjum.
Sjá einnig: „Laus störf„