Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Í streymi frá Safnahúsi Borgarfjarðar 12.júní 2020, hefst kl.09:00.

Samtök sveitarfélaga á vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi. Fræðsluerindin eru öllum opin og verða streymt á Facebook síðu SSV úr Safnahúsi Borgarfjarðar.

Ráðstefnan er hluti af stærra verkefni. Samkvæmt Byggðaráætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2024 er gert að markmiðum að auka samstarf safna á landsbyggðinni, og jafnframt er þetta eitt af áherlsuverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2020-2024. Ráðstefnan samastarfsverkefni SSV og ráðgjafafyrirtækisins Creatrix, en að viðburðinum kemur Muninn kvikmyndagerð á Akranesi sem sér um útsendingu ráðstefnunnar og Safnahús Borgarfjarðar.

Dagskrá:

9:00 Setning ráðstefnunnar
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
9:05 Samvinna safna á Vesturlandi – Úttekt
Signý Óskarsdóttir hjá Creatrix
9:25 Erindi frá Safnaráði um hlutverk safna
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs
9:45 Kynning á Safnaklasa Eyjafjarðar
Ragna Gestsdóttir hjá Minjasafninu á Akureyri
10:05 Kynning á Listasafninu á Akureyri
Hlynur Hallsson safnstjóri

Ráðstefnunni verður streymt í gegnum Facebook-síðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Bein slóð á viðburðinn á Facebook.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei